ERLEND MÁLEFNI

Súdan

Mót­mæli hafa staðið yfir í Súd­an frá ársbyrjun 2019 og í apríl urðu þau til þess að for­seti lands­ins til þriggja ára­tuga, Omar al-Bashir, var hrak­inn frá völd­um. Bráðabirgðastjórn hers­ins hef­ur verið við völd síðan og mót­mæli hafa staðið yfir víða í Súd­an und­an­farna mánuði. 

Úkraína

Eftir að mótmæli gegn stjórnvöldum í Úkraínu hófust hefur ástandið sífellt orðið viðkvæmara. Rússar innlimuðu Krímskaga í umdeildum kosningum og við landamæri Rússlands og Úkraínu er mikil spenna þar sem þrýst er á sameiningu annarra héraða við Rússland. Fjölmennar hersveitir eru á svæðinu og fólk óttast að átök sem blossað hafa upp muni magnast.