Allir í rannsóknum á bráðamóttöku

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Ómar

Einn þeirra sem voru í þyrlunni sem brotlenti sunnan við Nesjavallavirkjun fyrr í kvöld er nokkuð slasaður en hinir fjórir hlutu minni háttar meiðsl, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt upplýsingafulltrúa Landspítalans eru allir fimm sem voru í vélinni í rannsóknum á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. 

mbl.is