Vilja rjúfa einangrun Árneshrepps

Tæplega 40 manns sóttu fundinn í Árneshreppi.
Tæplega 40 manns sóttu fundinn í Árneshreppi. Ljósmynd/Aðsend

Fólk sem sótti íbúafund í félagsheimilinu í Trékyllisvík í Árneshreppi um miðjan mánuðinn fagnar átaki samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að rjúfa einangrun afskekktra byggðarlaga og nýta 30 milljarða í göng undir Fjarðarheiði. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá verkefnastjóra Vestfjarðastofu.

Fundurinn hvetur ráðherra til að nýta 0,7 milljarða í gerð heilsársvegar yfir Veiðileysuháls og stuðla þannig að því að rjúfa einangrun Árneshrepps þá þrjá mánuði á ári sem snjómokstri er ekki sinnt.

Frá snjómokstri í Árneshreppi.
Frá snjómokstri í Árneshreppi. Ljósmynd/Vegagerðin

Sam­gönguráðherra kynnti fyrr í mánuðinum skýrslu starfs­hóps um jarðganga­kosti á Eg­ils­stöðum. Var niðurstaða hóps­ins að með hliðsjón af ávinn­ingi sam­fé­lags og at­vinnu­lífs á Aust­ur­landi í heild sé væn­leg­ast að rjúfa ein­angr­un Seyðis­fjarðar með jarðgöng­um und­ir Fjarðar­heiði og styrkja þannig sam­fé­lagið í lands­hlut­an­um öll­um með tvenn­um göng­um milli Seyðis­fjarðar og Mjóa­fjarðar ann­ars veg­ar og Mjóa­fjarðar og Norðfjarðar hins veg­ar.

Eru Fjarðar­heiðargöng á áætl­un fyr­ir 2. og 3. tíma­bili sam­göngu­áætlun­ar fyr­ir árin 2019 – 2033. 

mbl.is