Vann 105 milljónir í Víkingalottóinu

Víkingalottó.
Víkingalottó.

Einn hlaut annan vinning í Víkingalottóinu í kvöld og fær hann um 105 milljónir króna að launum.

Miðinn var keyptur í Danmörku.

Fyrsti vinningur gekk ekki út en þar voru um 413 milljónir króna í pottinum.

Tveir hér á landi hlutu fjórar réttar Jókertölur í réttri röð og fær hvor þeirra 100 þúsund krónur í vasann. Miðarnir voru keyptir í Fjarðarkaupum og á Lotto.is.

Vinningstölur kvöldsins: 11-24-32-36-38-47

Víkingatalan: 3

Jókertölurnar: 4-9-9-9-2

mbl.is