Berjaæðið að renna af landsmönnum?

Verslunin Costco hafði áhrif á neysluhegðun landans með auknu framboði …
Verslunin Costco hafði áhrif á neysluhegðun landans með auknu framboði af ferskum berjum. mbl.is/Ófeigur

Allnokkur samdráttur varð á innflutningi ferskra berja á nýliðnu ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands. Kemur samdrátturinn í kjölfar algjörra metára 2017 og 2018 þegar innflutningurinn jókst gríðarlega.

Ekki liggja fyrir staðfestar skýringar á hinum aukna innflutningi en það er eflaust ekki tilviljun að sprenging varð í þessum efnum um mitt ár 2017, rétt um sama leyti og stórverslun Costco í Kauptúni í Garðabæ var opnuð. Virtist áhersla verslunarinnar á ferska ávexti, ekki síst berjategundir ýmiss konar, hafa ýtt við öðrum stórmörkuðum sem bæði lækkuðu verð og juku framboð sitt í þessum vöruflokkum.

Grafík/mbl.is

Jarðarberin vinsælust

Sem fyrr var langmest flutt inn til landsins af jarðarberjum í fyrra. Þannig skiluðu sér 741,5 tonn af hinum fræstungnu berjum. Hins vegar fól það í sér samdrátt frá fyrra ári um tæp 6% en þá voru flutt 791,6 tonn til landsins.

Innflutningurinn í fyrra var þó margfalt meiri en árið 2015 en það ár voru einungis flutt 417 tonn til landsins. Aukningin nam því tæpum 66% á þessu fjögurra ára tímabili. Mestur var innflutningurinn árið 2017, sama ár og fyrrnefnd stórverslun var opnuð, og stóð hann þá í tæpum 870 tonnum.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »