Vann 12,3 milljarða í Euro Jackpot

Það var heppinn Þjóðverji sem var með allar aðaltölurnar og báðar stjörnutölurnar réttar í Euro Jackbot útdrætti kvöldsins. Hlýtur hann rúmlega 12,3 milljarða í vinning.

14 miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hljóta þeir rúmlega 191 milljónir króna í vinning hver. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku, Ítalíu, Ungverjalandi, Finnlandi og 10 í Þýskalandi.

14 skiptu með sér 3. vinning og hlýtur hver um sig rúmlega 12,6 milljónir. Miðarnir voru keyptir í 2 í Noregi, Slóveníu, Slóvakíu, Ítalíu og 9 í Þýskalandi.

Sex voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Kvikk, Hagasmára 9, Kópavogi, Olís Langatanga, Mosfellsbæ, einn var í áskrift og þrír á Lotto.is

Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 4.699

mbl.is