Almyrkvi og Klukkan tifar áfram í úrslit

Ísold og Helga eru komnar áfram í úrslit.
Ísold og Helga eru komnar áfram í úrslit. RÚV/Mummi Lu

Mikið var um dýrðir í Háskólabíói í kvöld þegar fyrra undanúrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fór fram. Hljómsveitin DIMMA með lagið Almyrkvi og tvíeykið Ísold og Helga með lagið Klukkan tifar voru kosin áfram í úrslit. 

Ásamt DIMMU, Helgu og Ísold voru keppendur kvöldsins Aaron Isak með lagið Ævintýri, Elísabet Ormslev með lagið Elta þig og Brynja Mary með lagið Augun þín.

Hljómsveitin DIMMA er komin áfram í úrslit.
Hljómsveitin DIMMA er komin áfram í úrslit. RÚV/Mummi Lu

Þá fluttu söngkonurnar Birgitta Haukdal, GDRN og Katrín Halldóra Sigurðardóttir skemmtilegt atriði skömmu áður en úrslitin voru tilkynnt auk þess sem tónelskir ráðherrar opnuðu útsendinguna með hljóðfæraleik sínum. 

Síðara undanúrslitakvöldið fer fram að viku liðinni og verður þá ljóst hvaða fjögur atriði keppast um að verða framlag Íslendinga í Eurovision í Rotterdam í maí. Úrslitakvöldið fer fram 29. febrúar næstkomandi í Laugardalshöll. 

Atriði fyrra undanúrslitakvöldsins:

Ævintýri

Flytjandi:
Kid Isak
Lagahöfundar:
Þormóður Eiríksson, Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson
Textahöfundar, íslenska:
Þormóður Eiríksson og Kristinn Óli Haraldsson

Elta þig

Flytjandi:
Elísabet
Lagahöfundar:
Elísabet Ormslev og Zoe Ruth Erwin
Textahöfundur, íslenska:
Daði Freyr
Textahöfundur, enska:
Zoe Ruth Erwin

Augun þín

Flytjandi:
Brynja Mary
Lagahöfundar:
Brynja Mary Sverrisdóttir og Lasse Qvist
Textahöfundur, íslenska:
Kristján Hreinsson
Textahöfundur, enska:
Brynja Mary Sverrisdóttir

Klukkan tifar

Flytjandi:
Ísold og Helga
Lagahöfundar:
Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson
Textahöfundur, íslenska:
Stefán Hilmarsson
Textahöfundar, enska:
Birgir Steinn Stefánsson, Ragnar Már Jónsson og Stefán Hilmarsson

Almyrkvi

Flytjandi:
DIMMA
Lagahöfundur:
DIMMA
Textahöfundur, íslenska:
Ingó Geirdal

mbl.is