Fimm fluttir á slysadeild

Fimm voru fluttir á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Strandvegi í Grafarvoginum síðdegis. Að sögn varðstjóra í slökkviliðinu var enginn alvarlega slasaður en allir bílarnir voru óökufærir eftir áreksturinn. 

Mjög mikið álag hefur verið í sjúkraflutningum það sem af er degi og eru flutningarnir orðnir um 50 talsins frá því 10 í morgun. 

Á fjórða tímanum var lögreglan kölluð að Vatnsendavegi en þar hafði bifreið verið ekið á ljósastaur. Ekki urðu slys á fólki. 

mbl.is