Flutningabíll þverar veginn

Lokað er um veginn á Vatnaleið þar sem flutningabifreið þverar hann. Búist er við að lokunin vari í um það bil tvær klukkustundir.

Lögreglan á Suðurlandi varar vegfarendur við ísingu sem er að myndast á vegum þar en hitinn fer hratt lækkandi á Suðurlandi þessar klukkustundirnar.

Mikil ísing er á vegum við Flúðir og víðar á …
Mikil ísing er á vegum við Flúðir og víðar á Suðurlandi. Sigurður Bogi Sævarsson

Vegir eru víða blautir eftir úrkomu síðustu daga og því farin að myndast ísing á vegum. Mjög mikil ísing er í kringum Flúðir og hafa umferðaróhöpp átt sér stað þar. Að sama skapi er ísing á Suðurlandsvegi að aukast.

mbl.is