Fór út af við Gatna­brún í Mýrdal

Bílnum bjargað upp á veg.
Bílnum bjargað upp á veg. mbl.is/Jónas Erlendsson

Miklar tafir eru á umferð rétt vestan við Vík í Mýrdal, við Gatnabrún, þar sem flutningabíll fór út af veginum. Búið er að ná bílnum upp á veginn að nýju.

Töluverðar tafir eru á umferð.
Töluverðar tafir eru á umferð. mbl.is/Jónas Erlendsson

Brekkan er mjög brött og ekki óalgengt að bílar fari þarna út af. Lagt er til í samgönguáætlun að vegstæðið verði flutt og það er þannig samkvæmt aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Ef af verður verður láglendisvegur allt frá Hveragerði austur á Reyðarfjörð.  

mbl.is/Jónas Erlendsson

Lög­regl­an á Suður­landi var­ar veg­far­end­ur við ís­ingu sem er að mynd­ast á veg­um þar en hit­inn fer hratt lækk­andi á Suður­landi þess­ar klukku­stund­irn­ar.

mbl.is/Jónas Erlendsson

Veg­ir eru víða blaut­ir eft­ir úr­komu síðustu daga og því far­in að mynd­ast ís­ing á veg­um. Mjög mik­il ís­ing er í kring­um Flúðir og hafa um­ferðaró­höpp átt sér stað þar. Að sama skapi er ís­ing á Suður­lands­vegi að aukast.

mbl.is