Ótroðnar slóðir erfiðari en ánægjulegri

Á Öldufellsleið. Skúli fer yfir leiðarlýsingu skammt frá Mýrdalsjökli.
Á Öldufellsleið. Skúli fer yfir leiðarlýsingu skammt frá Mýrdalsjökli.

Skúli Már Gunnarsson hefur fundið fjölina eða öllu heldur mölina sína eftir að hafa reynt fyrir sér á ýmsum sviðum. Hann er lærður hárgreiðslumeistari og vann lengi við iðnina, var til sjós í áratug en hefur helgað líf sitt ferðaþjónustu undanfarin ár. „Ég hef fundið rétta farveginn fyrir mig og uni mér ansi vel,“ segir hann.

Æskufélagarnir Skúli og Ólafur Veturliði Björnsson hafa rekið ferðaþjónustufyrirtækið Ride with Locals síðan í september 2016 og bjóða upp á þriggja til sjö daga mótorhjólaferðir. Skúli hefur auk þess verið með eigið fyrirtæki frá 2018, iguide, þar sem hann fer með fáa ferðamenn í einu í bæði fyrirfram ákveðnar ferðir og ferðir lagaðar að þörfum hvers og eins.

Félagarnir eru með níu mótorhjól, skipuleggja ferðirnar eins og hestaferðir, eru með trússbíl, gista í fjallakofum og miða þær eingöngu við vant fólk. „Við auglýsum mikið á samfélagsmiðlum og erum eingöngu með erlenda ferðamenn,“ segir Skúli.

Sjá viðtal við Skúla og Ólaf í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »