Tónelskir ráðherrar opnuðu söngvakeppnina

Katrín Jakobsdóttir sýndi flotta takta í kvöld.
Katrín Jakobsdóttir sýndi flotta takta í kvöld. Skjáskot/RÚV

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra slógu heldur betur í gegn í opnunaratriði Söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fór í Háskólabíói í kvöld. 

Lilja var flott á trommunum.
Lilja var flott á trommunum. Skjáskot/RÚV

Kynnar keppninnar, þau Fannar Sveinsson, Benedikt Valsson og Björg Magnúsdóttir sungu opnunarlag keppninnar ásamt Friðriki Ómari Hjörleifssyni söngvara undir undirspili ráðherranna þriggja sem spreyttu sig á hinum ýmsu hljóðfærum. 

Lilja Alfreðsdóttir stóð sig frábærlega á trommunum á meðan Katrín sýndi skemmtilega takta á saxafóninum. Þá spilaði Bjarni á píanó, en hann þykir einmitt lunkinn píanóleikari og spilar oft á hljóðfærið heima hjá sér. 

Fyrri hluti keppninnar fer fram í kvöld og komast tvö af þeim fimm atriðum sem flutt verða í kvöld áfram í úrslitakeppnina sem fram fer 29. febrúar næstkomandi í Laugardalshöll. 

Bjarni lifði sig inn í tónlistina í kvöld en hann …
Bjarni lifði sig inn í tónlistina í kvöld en hann er þykir lunkinn píanóleikari. Skjáskot/RÚV
mbl.is