Tveir fíkniefnasalar handteknir

mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för ökumanns sem reyndist vera undir áhrifum fíkniefna um klukkan 15 í dag. Fannst mikið magn af ætluðum fíkniefnum í bifreiðinni og eru tveir vistaðir í fangaklefa vegna málsins. Þeir eru grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna.

Frá klukkan fimm í morgun til klukkan 17 hafa níu ökumenn verið stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og þrír vegna gruns um ölvun við akstur.

Á fjórða tímanum var tilkynnt um heimilisofbeldi til lögreglunnar en þegar lögregla kom á vettvang var gerandi farinn af vettvangi. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni. Um svipað leyti var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar við Garðatorg.

mbl.is