Ekkert ferðaveður þegar lægðin gengur yfir

Von er á djúpri smálægð á Norðulandi í nótt.
Von er á djúpri smálægð á Norðulandi í nótt. mbl.is/​Hari

Í nótt kemur djúp smálægð að Norðurlandi með hvassri norðanátt og snjókomu eða éljagangi á Norðurlandi, Vestfjörðum og Vesturlandi. Lítið ferðaveður verður á meðan lægðin gengur yfir og ekki ólíklegt að fjallvegir lokist. Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings. 

Spáð er norðaustan strekkingi eða 8-13 m/s norðvestantil á landinu framan af degi í dag en annars hægari vindur. Einhver él verða viðloðandi norður- og suðurströndina en annars þurrt og bjart. Kalt verður í veðri og ekki er ólíklegt að frostið nái tveggja stafa tölum í innsveitum norðanlands.

Vetrarfærð er víða á vegum landsins, hálka eða hálkublettir og sumstaðar éljagangur. Vegagerðin varar við skemmdum á vegum vegna hlýinda. 

Í nótt kemur djúp smálægð að Norðurlandi með hvassri norðanátt og snjókomu eða éljagang á Norðurlandi, Vestfjörðum og Vesturlandi. Lítið ferðaveður verður á meðan lægðin gengur yfir og ekki ólíklegt að fjallvegir lokist.mbl.is