Rafmagnslína féll á bíl

Frá Hvolsvelli.
Frá Hvolsvelli. mbl.is/Sigurður Bogi

Rafmagnslína féll á bíl á Hvolsvelli en engin slys urðu á fólki. Þetta kemur fram á Facebook-síðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

„Rafmagnslaust er víða á landinu og virðist það fylgja veðrinu, aðallega á Suðurlandi og færist vestur um. Línur eru að falla og samsláttur á nokkrum stöðum,“ segir í tilkynningunni.

Víða eru truflanir á farsímakerfinu á Suðurlandi.

mbl.is