Sjáðu lægð og eldingar nálgast Ísland

Bláu og grænu flekkirnir tákna úrkomu sem veðursjár á Keflavíkurflugvelli …
Bláu og grænu flekkirnir tákna úrkomu sem veðursjár á Keflavíkurflugvelli og Egilsstöðum nema og rauðu og gulu hringirnir tákna eldingar sem myndast í lægðaskilum. Kort/Veðurstofa Íslands

Eldingar mælast nú suður í hafi og eru líkur á að þær nái að ganga inn á landið sunnan til með morgninum.

Veðurstofan birtir áhugaverða hreyfimynd sem sýnir lægðina nálgast landið. Bláu og grænu flekkirnir tákna úrkomu sem veðursjár á Keflavíkurflugvelli og Egilsstöðum nema og rauðu og gulu hringirnir tákna eldingar sem myndast í lægðaskilum, en samkvæmt Veðurstofu Íslands er eldingavirkni á köflum mikil.

mbl.is