Landið hækkað um 5 cm

Landið við Þorbjörn er í gjörgæslu vísindamanna.
Landið við Þorbjörn er í gjörgæslu vísindamanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dregið hefur úr landrisi við fjallið Þorbjörn í Grindavík en landið rís enn. Í gær mældist landrisið um 5 sentimetrar frá því jarðskjálftahrinan hófst í janúar. Jarðskjálftavirkni mælist enn á Reykjanesi. Færri skjálftar eru þó við Grindavík.

Jarðvísindamenn hafa hallast að því að landrisið starfi af kvikuinnskoti á 3-5 km dýpi. Ólafur G. Flóvenz, forstjóri Íslenskra orkurannsókna, hefur birt minnisblað á vef Ísor þar sem hann viðrar aðra tilgátu. Hann hefur áður kynnt vísindamönnum sem vinna fyrir almannavarnir tilgátu sína. Hann telur líklegra að þrýstilækkun vegna skjálftanna undir niðurdælingarsvæði HS Orku hafi leitt til þess að vökvinn breyttist í yfirhitaða gufu og valdið rúmmálsaukningu og þar með landlyftingu.

Aukin orkuframleiðsla?

Sé hans kenning rétt eru minni líkur en margir hafa talið á eldgosi næstu árin eða áratugina sem ógnað gætu Svartsengisvirkjun, Bláa lóninu eða byggð í Grindavík. Aftur á móti gætu skapast nýir möguleikar til að auka orkuframleiðslu í Svartsengi þegar fram líða stundir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »