Með kókaín í úlpuvasanum

Af vefnum drugabuse

Nokkrir ökumenn voru teknir úr umferð um helgina í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum vegna gruns um fíkniefnaakstur. Í bifreið eins þeirra fundust kannabisfræ í tösku og farþegi í bílnum var með kókaín í úlpuvasa sínum.

Annar ökumaður, grunaður um fíkniefnaakstur, ók jafnframt sviptur ökuréttindum.

mbl.is