Verðmætum stolið á Kjalarnesi

mbl.is/Eggert

Lögreglunni barst tilkynning um innbrot í íbúðarhús á Kjalarnesi um kvöldmatarleytið í gær. Þar hafði verið farið inn og stolið verðmætum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. 

Síðdegis í gær stöðvaði lögreglan för ökumanns í Grafarvoginum sem er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og lyfja.

Um eitt í nótt stöðvaði lögreglan síðan för ökumanns í Austurbænum (hverfi 105) sem er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, ítrekaðan akstur án gildra ökuréttinda og vörslu fíkniefna.

Ökumaður sem er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna var síðan stöðvaður í Árbænum á öðrum tímanum í nótt af lögreglu.

Um miðnætti var bifreið stöðvuð í Hafnarfirði. Í ljós kom að hún var ótryggð og voru skráningarnúmer hennar klippt af.

mbl.is