Farþegar á Austurlandi fá SMS

Allir farþegar sem koma til landsins með Norrænu á Seyðisfjörð …
Allir farþegar sem koma til landsins með Norrænu á Seyðisfjörð eða lenda á alþjóðaflugvellinum á Egilsstöðum fá SMS-skilaboð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Allir farþegar sem koma til landsins með Norrænu á Seyðisfjörð eða lenda á alþjóðaflugvellinum á Egilsstöðum fá leiðbeiningar sendar með SMS-skilaboðum með upplýsingum um kórónuveiruna og hvernig skuli bregðast við leiki grunur á smiti. Þetta er gert til að tryggja upplýsingaflæði til farþeganna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 

Íbúar á Seyðisfirði og Egilsstöðum kunna að fá þessi skilaboð einnig. Er beðist velvirðingar á því en áréttað hér að tilgangurinn er fyrst og fremst að ná til farþega sem eru að koma erlendis frá.

mbl.is

Kórónuveiran

31. mars 2020 kl. 13:07
1135
hafa
smitast
173
hafa
náð sér
36
liggja á
spítala
2
eru
látnir