Efsta stig sóttvarnaáætlunar tekur gildi

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frá og með miðnætti fær enginn utanaðkomandi að koma inn í björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð, sem hýsir meðal annars samhæfingarmiðstöð almannavarna, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Neyðarlínuna og fleira. Björgunarmiðstöðin hefur nú verið færð upp á efsta stig í sóttvarnaáætlun. Það hefur aldrei verið gert áður en ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar. 

„Við erum að færa björgunarmiðstöðina upp á efsta stig í sóttvarnaáætlun hússins. Þetta snýst fyrst og fremst um að vernda starfsemi Neyðarlínunnar, fjarskiptamiðstöð lögreglu og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sem eru stöðvar sem má ekkert hikst koma á. Við hin sem störfum í húsinu þurfum að hlíta ákveðnum reglum í því,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra.

Starfsfólk með kvef haldi sig heima

Stífar reglur gilda um starfsfólk björgunarmiðstöðvarinnar vegna kórónuveirunnar og er mælst til þess að starfsfólk tilkynni öll veikindi, sama hversu takmörkuð þau kunna að vera.

„Það eru líka komnar á stífar reglur um tilkynningu á öllum veikindum og sérstakar reglur um sóttvarnir eins og hjá öðrum líka. Jafnvel þótt fólk sé bara með kvef mælumst við til þess að það haldi sig heima.“

Síðustu daga hafa blaðamannafundir í Skógarhlíðinni farið fram í gámi fyrir utan björgunarmiðstöðina, ekki innandyra eins og áður var. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Kórónuveiran

7. apríl 2020 kl. 13:13
1586
hafa
smitast
559
hafa
náð sér
39
liggja á
spítala
6
eru
látnir