Neytendastofa skoðar endurgreiðslur til ferðamanna

Til þess að fá úr þessu skorið þarf Neytendastofa að …
Til þess að fá úr þessu skorið þarf Neytendastofa að taka ákvörðun á grundvelli raunverulegra tilvika. Slík mál hafa nú verið tekin til meðferðar. AFP

Neytendastofu hafa borist fjölmargar fyrirspurnir frá ferðamönnum sem eiga bókaðar pakkaferðir um það hvort þeir eigi rétt á að afpanta ferð gegn fullri endurgreiðslu. 

Fram kemur á vef stofnunarinnar, að ferðamenn eigi slíkan rétt þegar um sé að ræða óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður sem hafi veruleg áhrif á framkvæmd pakkaferðar eða flutning farþega til ákvörðunarstaðar.

Samkvæmt greinargerð með lögunum geti þessar aðstæður t.d. verið sjúkdómar eða farsóttir sem hafa afgerandi áhrif á ferðalög til viðkomandi staða. Að öðru leyti sé ekki útfært frekar hvað hafi áhrif á mat á óvenjulegum og óviðráðanlegum aðstæðum.

„Til þess að fá úr þessu skorið þarf Neytendastofa að taka ákvörðun á grundvelli raunverulegra tilvika. Slík mál hafa nú verið tekin til meðferðar gagnvart þremur af stærri ferðaskrifstofum landsins. Vonast stofnunin til að ljúka ákvörðun í málunum undir lok þessarar viku eða byrjun næstu viku og hvetur ferðamenn til að fylgjast með fréttum á vef stofnunarinnar,“ segir á vef Neytendastofu.

mbl.is

Kórónuveiran

1. júní 2020 kl. 13:23
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir