Á 149 km hraða við varasamar aðstæður

Dimm él og hvasst er undir Eyjafjöllum en ökumaðurinn lét …
Dimm él og hvasst er undir Eyjafjöllum en ökumaðurinn lét það ekki aftra sér í að aka á nær 150 km hraða. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði ökumann á Suðurlandsvegi undir Eyjafjöllum í hádeginu í dag en bifreið hans mældist á 149 km hraða. Ásamt ökumanni voru þrír farþegar í bifreiðinni.

Nokkuð sterkur vindur var á staðnum og gekk á með dimmum éljum. Ökumaðurinn á yfir höfði sér háa fjársekt og sviptingu ökuréttar vegna meints brots, að því er segir í færslu lögreglunnar á Suðurlandi á Facebook. 

mbl.is