Ekki ástæða til að loka Austurlandi í sóttvarnaskyni

Kórónuveirusmit hefur ekki greinst á Austurlandi en sóttvarnalæknir telur ekki …
Kórónuveirusmit hefur ekki greinst á Austurlandi en sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að loka landshlutanum í sóttvarnaskyni. mbl.is/Arnar Þór

Almannavarnanefnd Austurlands átti samráðsfund nýlega með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra þar sem farið var yfir kosti og galla þess að loka Austurlandi af í sóttvarnaskyni. 

Í færslu lögreglunnar á Austurlandi segir að umræða um slíka lokun hafi verið meðal íbúa undanfarið. Niðurstaða fundarins var sú að að lokun þjóni ekki tilgangi sínum fremur en að loka landinu öllu. „Það muni fremur fresta vandanum en leysa hann enda óvíst þá hversu lengi landshlutinn yrði að vera lokaður,“ segir í færslu lögreglunnar. 

Smit hefur enn ekki greinst á Austurlandi. „Þau ráð sem gripið hefur verið til þykja því hafa dugað vel og íbúar sem fyrr hvattir til að fylgja leiðbeiningum sóttvarnalæknis í hvívetna,“ segir jafnframt í færslunni.


mbl.is

Kórónuveiran

28. mars 2020 kl. 15:19
963
hafa
smitast
97
hafa
náð sér
19
liggja á
spítala
2
eru
látnir