Skafrenningur og éljagangur fram á nótt

Spáð er suðvestanhvassviðri eða -stormi með skafrenningi eða éljagangi á …
Spáð er suðvestanhvassviðri eða -stormi með skafrenningi eða éljagangi á Norðurlandi fram á nótt og ofankomu á Vestfjörðum. mbl.is/RAX

Varasamt ferðaveður er á Norðurlandi og Vestfjörðum þessa stundina. Spáð er suðvestanhvassviðri eða -stormi með skafrenningi eða éljagangi á Norðurlandi fram á nótt og ofankomu á Vestfjörðum. 

Gul viðvörun er í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og miðhálendinu vegna suðvestan storms. Ekkert ferðaveður er á miðhálendinu eins og gefur að skilja. 

Á morgun er útlit fyrir suðvestlæga átt, 5-13 metra á sekúndu og él, en austlæga átt á Vestfjörðum framan af degi. Bjart  verður að mestu á Norðaustur- og Austurlandi og heldur kólnandi veður.

Gul viðvörun er í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að …
Gul viðvörun er í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og miðhálendinu vegna suðvestan storms. Kort/Veðurstofan

Veðurvefur mbl.is

mbl.is