Vill henda orðinu „smitskömm“

Alma Möller landlæknir.
Alma Möller landlæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Alma Möller léði máls á orðinu „smitskömm“ á blaðamannafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar. „Ég legg til að við hendum því orði. Það getur enginn gert að því að smitast eða smita aðra,“ sagði hún.

„Mér finnst að við eigum að hætta að agnúast út í aðra vegna þessa og snúa bökum saman og láta ekki þessa veiru koma upp á milli okkar. Nóg er nú samt,“ bætti hún við.

Alma þakkaði einnig þeim sem sitja í sóttkví og einangrun fyrir að leggja sitt af mörkum.

Smáforrit væntanlegt í næstu viku

Hún ræddi einnig um nýtt smáforrit sem er í undirbúningi vegna smitrakningar á veirunni sem sóttvarnalæknir og landlæknir koma að. Hún sagði að fólk þyrfti að samþykkja að setja appið inn í símana sína. Þar verða raktar ferðir viðkomandi með GPS. Ef rakningarteymið vill fá upplýsingarnar þarf fólk að samþykkja það. Fjöldi sérfræðinga er að vinna í appinu og hafa þeir verið í reglulegu sambandi við Persónuvernd. Vonast er til að það verði tilbúið eftir helgi.

Appið hefur verið notað í Suður-Kóreu og Singapúr. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Kórónuveiran

27. maí 2020 kl. 13:00
3
virk
smit
1792
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir