„Ótrúlegur dagur í dag“

Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítalans.
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítalans. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta eru náttúrulega ekki pinnar sem hægt er að senda út á land og þetta eru ekki pinnar sem hægt er að geyma sýnin í. Það verður eiginlega að prófa þau strax og búið er að taka sýnin,“ segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir veiru- og sýklafræðideildar Landspítalans, um sýnatökupinna frá Össuri sem kom í ljós fyrr í dag að virkuðu. 

Karl segir að pinnarnir virðist þó vera jafn áreiðanlegir og sannprófuðu pinnarnir sem áður voru notaðir.

Fleiri verði líklega prófaðir hjá Íslenskri erfðagreiningu vegna uppgötvunarinnar en veiru- og sýklafræðideild Landspítalans á nú þegar nóg með þann fjölda sýna sem hefur verið tekinn hingað til og mun því líklega halda áfram á svipaðri braut. 

Mikill fjöldi á leið frá Asíu

Pinnarnir frá Össuri eru 20.000 talsins og fundust einnig 6.000 nothæfir sýnatökupinnar á lager Landspítalans í dag. Útlit var fyr­ir ein­hvern skort á sýna­tökupinn­um en slíkur skortur er nú ekki fyrirséður.

„Það má segja að þetta sé ótrúlegur dagur í dag varðandi þessi sýni. Svo erum við að ganga frá pöntun frá Kína og Japan upp á mikinn fjölda sem mun líklega vera komin áður en hinir pinnarnir klárast.“

mbl.is

Kórónuveiran

5. apríl 2020 kl. 13:25
1486
hafa
smitast
428
hafa
náð sér
38
liggja á
spítala
4
eru
látnir