Þrír í öndunarvél

Þrír eru í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans vegna kórónuveirusýkingar. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, í samtali við Vísi.

Greint var frá því í gær að tveir væru á gjörgæslu en einn í öndunarvél, en alls eru 15 inniliggjandi á Landspítalanum með COVID-19.

Alls hafa 737 kórónuveirusmit verið staðfest, en von er á nýjum tölum klukkan eitt eftir hádegi.

mbl.is

Kórónuveiran

9. apríl 2020 kl. 13:10
1648
hafa
smitast
688
hafa
náð sér
11
liggja á
spítala
6
eru
látnir