Þrýstingurinn ætti að vera kominn í lag

Hitaveiturrörið fór í sundur við viðgerð.
Hitaveiturrörið fór í sundur við viðgerð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það tekur smá tíma að koma þrýsting á vatnið. Við reiknum með að það verði komið í Hlíðarnar og Skógarhlíðina ekki seinna en á hádegi,“ segir Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum. Stof­næð hita­veitu fór í sund­ur við Valsheimilið í gær­kvöldi þegar unnið var að viðgerðum á henni. Viðgerðum er nú lokið en unnið var að þeim í alla nótt. 

Lögnin er sú sama og fór í sundur í desember á svipuðum stað. Vatn umlukti lögnina og tærði hana svo gat kom á hana. Þegar grafið var ofan af lögninni komu í ljós meiri skemmdir á henni en upphaflega var talið. Þess vegna var lengur heitavatnslaust á stærra svæði en upphaflega var áætlað. 

Þar sem heitavatnslagnir liggja ofan í jörðinni er ekki vitað nákvæmlega hvernig staðan á þeim sé fyrr þær eru skoðaðar. Það er sjaldnast gert nema þegar gert er við bilun. 

mbl.is