Viðgerð lokið á hitaveitulögn

Viðgerð er nú lokið á stofnæð hitaveitu er fór í sundur í gærkvöldi með þeim afleiðingum að vesturhluti Reykjavíkurborgar varð heitavatnslaus.

Búið er að hleypa vatni aftur á kerfið en búast má við að það taki nokkrar klukkustundir að ná aftur upp fullum þrýstingi hjá öllum notendum, segir í fréttatilkynningu frá Veitum.

mbl.is