Aðgerðirnar eru gott fyrsta skref

Fiskeldi á Vestfjörðum.
Fiskeldi á Vestfjörðum.

„Í heildina séð eru aðgerðirnar gott fyrsta skref en þær hefðu í raun átt að koma fyrr og án þess að vera undir formerkjum þess að veiran geisar hér,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, þegar leitað er álits hennar á aðgerðum sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í gær og ætlað er að lágmarka neikvæð áhrif kórónuveirunnar á íslenskan sjávarútveg og landbúnað.

„Ég er jákvæður gagnvart því ef ríkisstjórnin ætlar að sýna landbúnaði þennan skilning. Annars hefur ekki staðið á ráðuneytinu að liðsinna okkur í þessum vandræðum,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Gunnar segir að Bændasamtökin og Samtök garðyrkjubænda hafi kallað eftir því að brugðist verði strax við takmörkun á innflutningi grænmetis með því að bæta í niðurgreiðslu flutningskostnaðar rafmagns og auka landgreiðslur til útiræktunar grænmetis. Þannig sé hægt að auka framleiðslu innanlands en það taki tíma. Þá hafi Bændasamtökin óskað eftir auknum framlögum til Ráðgjafarþjónustu landbúnaðarins vegna þeirrar vinnu sem hún hafi lagt í vegna faraldursins en ekki sé hægt að innheimta hjá einstökum bændum. Gunnar segir því jákvætt að fjallað sé um þessi mál í aðgerðum ráðuneytisins. Þar eru einnig boðaðar greiðslur til fólks sem sinnir afleysingarþjónustu fyrir bændur sem ekki geta sinnt skepnum sínum vegna veikinda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Kórónuveiran

2. júní 2020 kl. 16:26
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir