Launahækkun verði frestað

Alþingishúsið við Austurvöll.
Alþingishúsið við Austurvöll. mbl.is/​Hari

Laun alþingismanna, ráðherra, ráðuneytisstjóra og æðstu embættismanna verða fryst til 1. janúar næstkomandi, samkvæmt breytingartillögu fjármála- og efnahagsráðherra, til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Nefndin er að fjalla um bandorm um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

Tillagan var samþykkt í ríkisstjórn í gærmorgun og rædd á fundi formanna stjórnmálaflokka á Alþingi í kjölfarið. Í henni er kveðið á um að hækkun launa alþingismanna, ráðherra og ráðuneytisstjóra, dómara, saksóknara, lögreglustjóra, seðlabankastjóra og ríkissáttasemjara, sem hefði átt að koma til framkvæmda 1. júlí næstkomandi, verði frestað til 1. janúar nk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Kórónuveiran

2. júní 2020 kl. 16:26
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir