Þrjú smit til viðbótar í Eyjum

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum.

Þrjú sýni til viðbótar hafa greinst jákvæð fyrir kórónuveirusmiti í Vestmannaeyjum. Staðfest tilfelli COVID-19-sjúkdómsins í Eyjum eru því orðin 57 talsins.

Fram kemur í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna í Vestmannaeyjum að allir þrír hafi þegar verið í sóttkví og séu nú í einangrun.

„Fjöldi þeirra sem settir hafa verið í sóttkví er 594 og 173 hafa lokið sóttkví. Brýnt er fyrir fólki nú sem endranær að fara að leiðbeiningum, halda tveggja metra fjarlægð við náungann og hjálpa til við að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Saman gengur okkur betur.“

mbl.is

Kórónuveiran

31. maí 2020 kl. 15:31
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir