Krónan og Iceland fara á netið

Mikill áhugi er hjá neytendum að kaupa matvörur á netinu. …
Mikill áhugi er hjá neytendum að kaupa matvörur á netinu. Nú hafa Krónan og Iceland opnað netverslanir og samkeppnin því aukist. mbl.is/Kristinn Magnússon

Krónan hyggst opna netverslun með matvöru í vikunni og verður hún þar með fjórða matvöruverslunin á markaði sem veitir slíka þjónustu. Þegar hafa Heimkaup og Nettó veitt þjónustuna um nokkra hríð. Á föstudaginn tilkynnti svo Iceland að hægt yrði að fá matvöru heimsenda í gegnum netverslun.

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að fyrirtækið hyggist bjóða upp á þjónustuna í appi. Næstu tveir til þrír dagar muni fara í að prófa þjónustuna í minni hópi en svo muni almenn notkun verða í boði fyrir vikulok. Heimsending verður frí ef verslað er fyrir meira en 15 þúsund krónur en 1.500 króna gjald tekið ef verslað er fyrir lægri upphæð. Er það sama fyrirkomulag og verið hefur hjá Nettó.

Hún segir að netverslunin hafi verið í burðaliðnum um hríð. Hins vegar hafi þróuninni verið flýtt eftir að þörfin jókst skyndilega vegna kórónuveirufaraldursins.

Að sögn Gunnars Egils Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Samkaupa, sem eiga Iceland og Nettó, voru þúsundir sem heimsóttu vefsvæði verslunarinnar eftir að tilkynning um opnun netverslunar birtist í fjölmiðlum á föstudag. Er fyrirkomulagið þar ólíkt og í hinum verslununum að því að leyti að eingöngu verða í boði þrjár innkaupakörfur með vörum sem búið er að velja af versluninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »