Fá páskaegg sem þakklætisvott

Páskegg verða til hjá Nóa Sírius.
Páskegg verða til hjá Nóa Sírius. mbl.is/Árni Sæberg

Allir starfsmenn skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fengu skeyti á föstudaginn þess efnis að þeir fái páskaegg nr. 4 frá Nóa Síríus sem þakklætisvott fyrir frábært starf við krefjandi aðstæður undanfarnar vikur og væntanlega áfram fram að páskum.

Á sviðinu starfa tæplega 5.600 starfsmenn í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Yfirskrift skeytisins var: Hjartans þakkir.

„Ágæti samstarfsmaður,

Eftir helgi færðu páskaegg sem táknrænan þakklætisvott fyrir störf þín í þeim krefjandi aðstæðum sem ríkt hafa að undanförnu í skóla- og frístundastarfi í Reykjavík. Nú hefur reynt á þolgæði, útsjónarsemi, frumkvæði, skapandi hugsun og hlýju. Það styttist í langþráð páskaleyfi. Ég veit að aðstæður eru ólíkar og veikindi setja mark sitt á margar fjölskyldur, en við komumst í gegnum þetta saman. Hafðu hugheilar þakkir fyrir þitt framlag í vinnu fyrir börnin í borginni!“

Páskaeggjakaupin voru boðin út og bárust tvö tilboð. Góa bauð 6 milljónir og Nói Síríus rúmar 5,8 milljónir. Kostnaðaráætlun var 4,5 milljónir. Ákveðið var að semja við lægstbjóðanda. [email protected]

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið [email protected].

Stöndum saman

Kórónuveiran

31. maí 2020 kl. 15:31
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir