Safna fyrir blóðþrýstingsmælum fyrir kvennadeild

Fyrirséð er að konur muni í auknum mæli þurfa að …
Fyrirséð er að konur muni í auknum mæli þurfa að vera í einangrun á kvenlækningadeild og meðgöngu- og sængurlegudeild eftir að kórónuveirusmit greindist á kvennadeild. Ljósmynd/Aðsend

LÍF styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans hóf á föstudag söfnun fyrir fleiri fullkomnum blóðþrýstingsmælum á kvenlækningadeild, mælarnir mæla einnig hita og mettun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá LÍF styrktarfélagi og þar segir að á laugardag hafi einnig borist beiðni frá meðgöngu- og sængurlegudeild um mæla.

„Það er fyrirséð að konur munu í auknum mæli vera í einangrun á þessum deildum eftir að kórónuveirusmit greindist á kvennadeild og þá skiptir máli að þurfa ekki að flytja mælana milli stofa. LÍF hvetur alla sem tök hafa á að aðstoða okkur að verða við þessum beiðnum. Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera ef margir leggjast á eitt,“ segir þar ennfremur.

Hægt er að styrkja kaupin á mælunum með því að millifæra á söfnunarreikning LÍFS: Rnr. 515-14-411000, kt. 501209-1040. Einnig hægt að millifæra með AUR eða KASS í síma 833-3330.

Í fyrri útgáfu fréttarinnar vantaði tölustaf í reikningsnúmerið sem vísað er til. Það hefur verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á mistökunum.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið [email protected].

Stöndum saman

Kórónuveiran

29. maí 2020 kl. 13:30
1
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir