Þurrger nánast orðið ófáanlegt

Hann segir að fyrir utan þurrger sé eðlilega orðið erfitt …
Hann segir að fyrir utan þurrger sé eðlilega orðið erfitt að nálgast spritt. Ljósmynd/Wikipedia.org

Gríðarleg sala hefur verið á þurrgeri í verslunum landsins undanfarnar vikur og er svo komið að það er orðið nánast ófáanlegt.

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir þetta bera merki þess að fólk sé í auknum mæli að baka heima hjá sér í samkomubanni. Það sýni einnig mikil aukning í sölu á hveiti og öðrum bakstursvörum.

„Þurrger í bréfum er bara ófáanlegt og verður ekki til hjá okkur fyrr en í lok apríl, en við fengum ger í 125 gramma pakkningum. Það verður komið í búðirnar fyrir helgi,“ segir Guðmundur í samtali við mbl.is.

Hann segir að fyrir utan þurrger sé eðlilega orðið erfitt að nálgast spritt. Að öðru leyti segir hann engar stórkostlega vöntun í verslunum Bónuss og enginn fyrirséður skortur sé á nauðsynjavörum. „Auðvitað fer að vanta einhverjar vörur en aðrar koma í staðinn. Það eru engar lykilvörur sem eru að detta í gat.“

mbl.is

Kórónuveiran

2. júní 2020 kl. 16:26
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir