Þrír fá tæplega 13 milljónir

Enginn var með fyrsta vinning í útdrætti Víkingalottós í kvöld, en aðalvinningurinn hljóðaði upp á 2,5 milljarða.

Þrír voru hins vegar með annan vinning og fá 12,8 milljónir hver. Miðarnir voru allir keyptir í Noregi.

Enginn var með fimm réttar í röð í Jókernum en fimm voru með fjórar réttar í röð og fá 100 þúsund krónur á mann. Miðarnir voru keyptir á N1 við Stórahjalla í Kópavogi, Kvikk við Skagabraut á Akranesi, í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, Versluninni Bakkanum á Eyrarbakka og í Lottó-appinu.

mbl.is