Bílabíóið hefur hitt í mark

Undanfarna daga hefur verið hægt að horfa á íslenskar kvikmyndaperlur í bílabíói á planinu fyrir frama Smáralind en Smárabíó hefur staðið fyrir sýningunum sem hafa verið gjaldfrjálsar og vel sóttar. Fjöldi bíla var á planinu þegar verið var að sýna barnamyndina Jón Oddur og Jón Bjarni.

Síðar um kvöldið var Löggulíf sýnd og þá voru mun fleiri komnir á planið að sögn forráðamanna Smárabíós en um tveir til þrír voru að meðaltali hverjum bíl þar sem hægt var að hlusta á hljóð myndanna í útvarpinu. Í myndskeiðinu má sjá bílabíóið úr lofti.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið [email protected].

Stöndum saman