Yrði kynnt með formlegum og viðeigandi hætti

„Þessi ummæli hafa skiljanlega vakið upp alvarlegar spurningar, ekki síst …
„Þessi ummæli hafa skiljanlega vakið upp alvarlegar spurningar, ekki síst innan ferðaþjónustunnar þar sem mjög alvarleg staða er uppi nú þegar.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

Engin ákvörðun hefur verið tekin innan ríkisstjórnarinnar um að ekki verði opnað fyrir flæði fólks til og frá landinu fyrr en hægt verður að bólusetja gegn kórónuveirunni.

Þetta skrifar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í færslu á Facebook í tilefni af ummælum Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í Viðskiptapúlsinum, hlaðvarpi ViðskiptaMoggans, þess efnis að slíkt væri ósennilegt.

„Þessi ummæli hafa skiljanlega vakið upp alvarlegar spurningar, ekki síst innan ferðaþjónustunnar þar sem mjög alvarleg staða er uppi nú þegar.“

„Að gefnu tilefni finnst mér mikilvægt að það komi fram að það hefur engin ákvörðun verið tekin um þetta enda yrði slík meiri háttar stefnubreyting alltaf kynnt með formlegum og viðeigandi hætti.“

mbl.is

Bloggað um fréttina