Búnaðurinn stenst kröfur, nema grímurnar

41. blaðamannafundur almannavarna um kórónuveiruna var haldinn í dag.
41. blaðamannafundur almannavarna um kórónuveiruna var haldinn í dag. Ljósmynd/Lögreglan

Lækningabúnaðurinn sem kom til landsins í gær frá Kína stenst að mestu leyti gæðakröfur spítalans. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á blaðamannafundi almannavarna í dag.

Tvær flugvélar komu til landsins í gær með búnað, sú fyrri með öndunarvélar en sú síðari með maska, andlitshlífar, grímur og hlífðargalla sem alls vógu 17 tonn. Páll segir öndunarvélarnar virka vel og þær geri spítalanum kleift að bregðast við svörtustu sviðsmyndum um þróun kórónuveirufaraldursins.

„Okkur sýnist að hlífðarsloppar og hlífðarfatnaður séu jafnvel af meiri gæðum en við áttum von á, en grímurnar eru ekki alveg eins og við væntum,“ sagði Páll. Þær væru þó nothæfar.

„Þannig er það bara þegar við kaupum varning frá framleiðendum sem ekki hafa verið notaðir áður. Jafnvel þótt hann sé vottaður frá framleiðendum veit maður ekki hversu hentugur hann er fyrr en maður fær hann í hendur.“

mbl.is

Kórónuveiran

27. maí 2020 kl. 13:00
3
virk
smit
1792
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir