Reyndi að flýja af vettvangi

mbl.is/Kristinn Magnússon

Bifreið var stöðvuð í hverfi 104 um hálfþrjúleytið í nótt. Ökumaðurinn reyndi að flýja af vettvangi en var handtekinn af lögreglu. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.

Tilkynnt var um innbrot í geymslu í fjölbýlishúsi í miðbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan 18 í gærkvöldi. Stolið var skóm, fatnaði og áfengi. Málið er í rannsókn.

Um hálftíuleytið í gærkvöldi var tilkynnt um eld á skólalóð Seltjarnarnesi. Um var að ræða eld í rusli og kom slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu á vettvang og slökkti eldinn. Engar skemmdir urðu, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Á Reykjanesbraut í Kópavogi var bifreið stöðvuð á 118 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraðinn er 80 km/klst.

mbl.is