Rigning sunnan- og austanlands

Kort/mbl.is

Spáð er austan 8 til 13 metrum á sekúndu í dag og 13 til 18 undir Eyjafjöllum.

Upp úr hádegi fer að rigna um sunnan- og austanvert landið. Hægari vindur og þykknar upp norðan heiða og verður lítils háttar rigning eða slydda norðaustanlands í kvöld.

Á morgun verða norðaustan 8 til 13 metrar á sekúndu, þó allt að 18 m/s norðvestanlands. Fer að rigna austan til en léttir til suðvestanlands. Dálítil él verða á Norður- og Austurlandi annað kvöld.

Hitir verður á bilinu 2 til 10 stig en um og undir frostmarki í nótt.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is