Sigurður les Passíusálmana í dag

Guðríðarkirkja.
Guðríðarkirkja.

Sigurður Skúlason leikari mun lesa Passíusálmana í heild sinni í Guðríðarkirkju í Grafarholti í dag.

Viðburðinum verður streymt á facebooksíðu kirkjunnar og hefst hann klukkan 13. Hrönn Helgadóttir organisti mun leika á orgelið á milli.

Að sögn séra Leifs Ragnars Jónssonar, setts sóknarprests, er búist við því að lesturinn taki um fimm klukkustundir.

Kirkjan verður opin en passað verður upp á að aðeins 20 verði inni í henni í einu, auk þess sem fylgt verður öðrum reglum sóttvarnalæknis vegna kórónuveirunnar.

Kirkjan verður opin til kyrrðarstunda og fyrirbæna til klukkan 12 í dag og frá klukkan 8 til 10 á páskadagsmorgun.

mbl.is

Kórónuveiran

30. maí 2020 kl. 14:00
-1802
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir