Smitum fjölgaði um 27

Starfsmaður Landspítalans í hlífðarfatnaði.
Starfsmaður Landspítalans í hlífðarfatnaði. Ljósmynd/Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson

Staðfestum kórónuveirusmitum fjölgaði um 27  síðastliðinn sólarhring og er heildarfjöldi staðfestra smita því orðinn 1.675.

Þetta kemur fram á vefsíðunni Covid.is. 

40 eru á sjúkrahúsi og 11 á gjörgæslu. Alls hefur 751 náð bata.3.678 manns eru í sóttkví og 918 eru í einangrun.

1.186 smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu, 167 á Suðurlandi, 74 á Suðurnesjum, 54 á Vestfjörðum, 47 á Norðurlandi eystra, 35 á Norðurlandi vestra, 30 á Vesturlandi, 7 á Austurlandi, 1 í útlöndum og 47 eru óstaðsett.  mbl.is

Kórónuveiran

31. maí 2020 kl. 15:31
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir