Fjórir fá 200 þúsund krónur

Fjórir fengu annan vinning og sex voru með fjórar tölur …
Fjórir fengu annan vinning og sex voru með fjórar tölur í réttri röð i Jóker.

Aðalvinningurinn gekk ekki út þegar dregið var í lottóútdrætti kvöldsins og verður potturinn í næstu viku því tvöfaldur. Fjórir heppnir miðahafar fengu hins vegar annan vinning og fá 209.160 krónur hver. Tveir miðanna voru keyptir á lotto.is og tveir voru í áskrift.

Sex miðahafar voru með fjórar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur hver. Einn miði var keyptur í Krambúðinni á Flúðum, tveir á lotto.is og þrír voru í áskrift.

Vinningstölur kvöldsins.

mbl.is