Til skoðunar að fjölga kjörstöðum

Að öllu óbreyttu fara forsetakosningar fram 27. júní í sumar.
Að öllu óbreyttu fara forsetakosningar fram 27. júní í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á fundi borgarráðs á fimmtudag var lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar vegna forsetakosninga sem fram fara að óbreyttu 27. júní nk. með tillögu að kjörstöðum í Reykjavíkurkjördæmum, þóknunum til kjörstjórna, umboði til borgarráðs og fleira.

Lagt er til að kjörstaðir verði 16 talsins, átta í hvoru kjördæmi, Reykjavík norður og suður. Í bréfinu er einnig óskað eftir að heimiluð verði fjölgun kjörstaða ef nauðsynlegt þykir og eftir atvikum fækkun kjördeilda á hverjum stað. Áhugi sé fyrir því að athuga hvort hægt verði að koma fyrir kjörstað í Borgarbókasafninu í Kringlunni til að þjóna Leitahverfi þar sem hefur orðið mikil fjölgun kjósenda frá síðustu kosningum.

Í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur skrifstofa borgarstjórnar áhuga á að skoða möguleika á kjörstað í Breiðholtsskóla til að þjóna Bakkahverfi og Stekkjum og í Dalskóla til að þjóna Úlfarsárdal. Einnig möguleika á kjörstað til að þjóna nýju hverfi við Hlíðarenda. Þá eru í skoðun mögulegir nýir kjörstaðir til að þjóna gamla Vesturbænum og Grandahverfi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »