Tveir með fyrsta vinning

Lottó
Lottó

Tveir voru með allar tölur réttar í Lottó í kvöld, en hvor miðahafi fékk tæplega 16 milljónir í sinn hlut. Voru báðir miðarnir seldir á lotto.is.

Enginn var með bónusvinning í kvöld né heldur með alla rétta í Jókernum. Níu miðahafar fá hins vegar 100 þúsund hver fyrir fjóra rétta í Jókernum.

mbl.is