Tíu hafa skilað inn leyfunum

Ferðaskrifstofur hafa þurft að draga saman seglin vegna kórónuveirunnar.
Ferðaskrifstofur hafa þurft að draga saman seglin vegna kórónuveirunnar. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Ferðamálastofa hefur upp á síðkastið fengið tíu beiðnir um niðurfellingu rekstrarleyfis ferðaskrifstofa.

Samkvæmt upplýsingum frá Helenu Þ. Karlsdóttur, forstöðumanni stjórnsýslu- og umhverfissviðs Ferðamálastofu, hefur stofnunin ekki innkallað nein leyfi vegna kórónuveirufaraldursins.

Helena segir í svari við fyrirspurn blaðsins að þrjár af þeim tíu beiðnum sem borist hafi um niðurfellingu séu bein afleiðing kórónuveirufaraldursins.

„Allt eru þetta aðilar með litla sem enga starfsemi. Þrír af þessum aðilum eru ekki að hætta rekstri heldur einungis draga saman starfsemi sína og hætta að selja pakkaferðir. Þeir þurfa því að sækja um annars konar leyfi,“ segir Helena ennfremur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »