Börn finna enn fyrir einkennum

Fossvogsskóli.
Fossvogsskóli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Foreldrar fimm barna við Fossvogsskóla segja að börnin finni áfram fyrir einkennum eftir að skólinn var opnaður á nýjan leik eftir framkvæmdir upp á tæpan hálfan milljarð króna vegna mygluskemmda.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Á meðal einkenna eru blóðnasir, magaverkir og slæmir höfuðverkir eftir dvöl í skólanum og eiga börnin öll það sameiginlegt að einkennin hverfa er þau breyta um umhverfi.

Að sögn Reykjavíkurborgar er búið að fjarlægja allt skemmt efni eftir ítarlegar úttektir verkfræðistofa, koma í veg fyrir frekari leka og þrífa skólann hátt og lágt. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ekki gert frekari athugasemdir við húsnæðið.

mbl.is